Róleg helgi

Helgin  var róleg og ljúf en því miður var Anna veik eftir allan sönginn og undirbúninginn. Jökull var hjá okkur  um helgina og við fórum saman á Skilaboðaskjóðuna í Þjóðleikhúsinu í gær. Hörku gaman.

Lagaði aðeins til í garðinum og við grilluðum og grilluðum.

Er að fara í enn eina viðskiptaferðina í fyrramálið ( nótt ). Þær geta nú verið þreytandi þessar ferðir og nú t.d. erum við að fara með kúnna á leik Man United - Barcelona í Meistaradeildinni, alveg ótrúlega þreytandi ... Kem aftur heim á fimmtudag þannig að ég næ einum degi í London sjálfri. Mínum fyrsta degi í London, belífitornot. Þeir spá að vísu hundleiðinlegu veðri, stormi og rigningu og eru jafnvel með viðvaranir í gangi.

Ég læt það eins og storm um eyrun þjóta og ætla mér að njóta lífsins í London. I say, I will have a jolly good time over there, it will be absolutely marvellous. Splendid even ! 

Chiao old chap !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LONDON BEIBÍ - góða ferð

kv.M

María (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband