2.5.2008 | 12:02
Lundúnir
Kominn til baka frá Englandi heill heilsu og með bjórvömb. Þetta var ansi strembin ferð og ekki laust við að ég sé dálítið þreyttur.
Flugum út eeeld snemma á þriðjudagsmorgun og tókum bíl þegar komið var á Stanstead. Þetta voru rúmlega 300 km til Manchester og átti að taka ca 3 tíma. Við vorum hins vegar eina 5 tíma á leiðinni og lenntum í ýmsu. Umferðin var óvenju sein, slys hér og þar og svo þegar vinkona okkar í Navigeitornum var að leiða okkur í gegnum einhvern smábæinn þá var búið að loka veginum sem við áttum að taka. hún vissi það náttúrulega ekki og tók lét okkur keyra hring eftir hring og endaði alltaf á sama stað. spurði lok lögreglumann um leiðinni og eftir töluvert bull um " two blocks from the right you take a left turn and then 6 blocks from the left you take a right turn ...." þá fundum við réttu leiðina út úr prísundinni og héldum áfram. Tók samt ekki betra við því umferðin bifaðist ekki í langan tíma þrátt fyrir 2 akreinar. Þegar við loks sáum ástæðuna þá var hún líkbíll fremst og löööng líkfylgd á eftir.
Komumst nú samt til Manchester að lokum og náðum leiknum. Innan um 75.201 áhorfanda skemmtum við okkur konunglega en vorum reyndar ekki góðum stað. Eftir leikinn rétt náðum við 2 bjórum áður en allir pöbbarnir lokuðu.
Fórum snemma af stað til London daginn eftir og þá tók leiðin ekki nema 3,5 tíma. Vorum á flottu hóteli og vorum komnir á pöbbarölt upp úr kl. 15. Héldum því síðan áfram eitthvað fram á nóttina....
Þetta var mín fyrsta ferð til Lundúnaborgar og ég verð að segja að ég varð lítið impóneraður yfir henni. Pöbbarnir flottir en allt annað frekar grámyglulegt enda veðrið kannski ekki upp á marga fiska. borðuðu á ágætum og heimilislegum ítölskum stað sem heitir La Verona að mig minnir.
Hvað mig varðar þá er ég búinn að fara mína ferð til Lundúna og ef það er einhver sem getur sagt mér af hverju í ósköpunum er verið að þýða nafnið á borginni þá vinsamlegast sendið á mig línu.
Er að fara vestur á Mýrar í kvöld með félögum mínum í Fóstbræðrum að syngja með Samkór Mýrarmanna og hlakkar mikið til . Þetta eru höfðingjar heim að sækja og víst er að þða verður boðið upp á ekta fermingarhlaðborð á eftir.
Athugasemdir
Hættu þessu væli kall-pungur. Það hefðu flestir viljað vera í sömu spörum og þú; þ.e.a.s. á Old Trafford og á Mýrum með þessum frábæra félagsskap, sama næstum því sólarhringinn!!!!!
Luv U 2
Valdi Bakari (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 01:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.