Leti

Já letin var í hávegum höfð um helgina og það er svo skrítið að ef maður leyfir sér að vera latur þá fær maður samviskubit. Samt er það eðilegasti hlutur í heimi, svona inn á milli.

Vissulega fórum við í ræktina á laugardaginn og sund á sunnudaginn, gegnum frá þvotti og straujuðum en við sváfum líka mikið og jafnvel lögðum okkur á laugardaginn. Það gerist afar sjaldan á þessu heimili.

Fengum svo Andra og Erlu í mat í gærkveldi og elduðum dýrindis humar/rækjurétt og vorum með ítalskan forrétt.  Sáum Írisi og fjölskyldu í Innlit/Útlit í gær og þau voru æði.

Ég sótti um nám í Háskóla Íslands á föstudag í markaðs og vörumerkja stjórnun. Þetta er hörku nám samhliða starfi sem tekur tvær annir þannig að lífið hjá mér næsta vetur verður eitthvað skrítið. Ég verð sem sagt eins og þetta leiðinda fólk sem aldrei hefur tíma til að gera neitt skemmtilegt af því að það þarf að læra svo mikið. Ég bið ykkur bara að þola mig þennan vetur því svo kemur sumar eftir það Cool ( þ.e.a.s. ef ég fæ inngöngu )

Er að fara að veiða á morgun eftir vinnu með Steina og Guðbirni í eitthvert vatnið í grennd við Reykjavík. Hlakka mikið til að það skiptir litlu máli þótt enginn komi fiskurinn á land því ég er aðallega að ná úr mér mesta veiði hrollinum.

Er svo að fara á tónleika með Karlakór Reykjavíkur í kvöld ásamt nokkrum Fóstbræðrum. Maður verður alltaf að tékka á samkeppninni. Það er ekki ólíklegt að þeir séu annar besti karlakór á landinu ,,,,,,, á eftir okkur Wink

Gleymdi næstum því,, ég fór í söngferð á mýrarnar á föstudagskvöldið og söng þar með félögum mínum í Fóstbræðrum og Samkór Mýramanna. Við áttum þarna yndislega stund og nutum víðfrægrar gestrisini Mýramanna. Svona um það bil sem við vorum að fara var hljómsveitin farin að spila fyrir dansi og við nokkrir komnir út á dansgólf. Það er öruggt að það hafa margar blómarósirnar grátið þegar þær sáu á bak Valda bakara því hann hafði að venju töfrað þær allar upp úr skónum. Ótrúlegt kyntröl þessi drengur.Police

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr minn vinur!  Ég sem var kominn með eina mjaltakonu uppá arminn og aðra heimasætu var ég búinn að taka á löpp.  Sussumsvei, fyrir að hafa farið snemma af ballinu.  Ég og þú vinur, vorum búnir að gíra okkur uppí svakalegt söngatriði með hljómsveitinni!!!

Valdi Bakari (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband