Nálægt Almættinu

Klukkan nákvæmlega 5.30 í morgun vaknaði ég við klukkuna og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Áttaði mig síðan á aðstæðum og henti mé fram úr. klæddi mig í göngugallann minn og hélt upp að Úlfarsfelli. Þar hitti ég um 80 manns og hluti af þeim hópi voru félagar mínir úr Fóstbræðrum.

Þetta var síðasti hluti morgun fjallgöngu Ferðafélags Íslands en félagar þar hafa gengið á nokkur fjöll í nágrenni Reykjavíkur alla morgna í vikunni.

Rigningin ágerðist er við héldum á brattann og þegar tindi var náð um kl. 6.45 var komið úrhelli. Á toppnum þar sem örstutt var í Almættið fengum við morgunbita í boði Ferðafélagsins og Jóa Fel og síðan sungum við Fóstbræður fyrir þátttakendur 3 lög.  Það var ekki laust við að maður sæi brosvipru á himninum þegar við sungum ægifagurt ( miðað við tíma og aðstæður ) sálminn Hærra minn guð til þín. Setti inn mynd sem tekin var á símann minn í morgun af mér og Páli Ásgeiri göngustjóra. Ég er þessi minni á myndinni sem er mjög óskýr í rigningunni.

Dásamleg byrjun á deginum.

Við erum svo að fara í fyrramálið til Akureyri í fermingu o.fl. Sigga H kemur líka og María Björk og Ómar verða á svæðinu. Þetta verður því menningarferð norður. Verst með veðrið.

Í kvöld syngur Anna á tónleikum með Vox Feminae og einsöngvurum í Hafnarborg í Hafnarfirði. Frábærir og umfram allt, léttir og skemmtilegir tónleikar.

Góða Hvítasunnuhelgi öll sömul.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Birnir

Ég hefði svo sannarlega viljað vera þarna.  Hefur örugglega verið meiriháttar upplifun.

Heiðar Birnir, 9.5.2008 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband