13.5.2008 | 12:17
Norðan heiða
Það vara gott norðan heiða um helgina. Það var gott veður þrátt fyrir spá um allt annað, það var góð færð þrátt fyrir upplýsingar um annað og umfram allt, það var æðislegt fólk sem við hittum þar.
Við hittum Ingva hinn mikla tenor og flest af hans börnum. Þessi fjölskylda er öll alveg sérstök og á sérstakan sess í hjarta okkar Önnu. Það var spilað á píanó, blásið í lúðra og sungið mikið. Mikið faðmað kjassað og kysst.
Fórum svo á Krókinn til Maríu og Ómars og fengum þar konunglegar móttökur að venju.
Þetta var góð ferð og við komum ekki heim aftur fyrr en í gærkveldi. Úr 15° hita logn og sól.
Framundan er .....ja .... bara ekkert að gerast, þannig séð. Við getum bara ráðið því hvað við gerum á kvöldin. Hvort við förum að hjóla, ganga, í heimsóknir, veiða eða annað. Enginn söngur, bara frí.
Síðustu tónleikarnir voru nefnilega hjá Önnu á föstudagskvöldið þegar Vox Feminae hélt ótrúlega skemmtilega tónleika í Hafnarborg í Hafnarfirði. Þar söng m.a. Auður Gunnars nokkur lög og hún var hreint frábær. Takk kærlega fyrir þetta yndislega kvöld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.