Er að íhuga forsetaframboð

Á ferð minni um Norðurland heyrði ég frábæra sögu af Forsetafrú vorri sem virðist vera orðin handfylli fyrir Hr.Ólaf.

Í opinberri heimsókn þeirra í Skagafjörð um daginn var ákveðið að þau myndu heimsækja framsækinn bónda einn og m.a. var fjósið heimsótt. Búið var að þrífa fjósið hátt og lágt á þeim stöðum sem mektarfólkið átti að vera enda allir í sínu fínasta pússi. Forsetafrúin var t.d. í skósíðum glæsilegum pels. Þegar bóndin var í miðri ræðu sinni þá leiddist Dorrit þófið enda ekki í sviðsljósinu og tók á rás inn í fjósið. Ólafur náði ekki að stöðva hana og varð náttúrulega að halda áfram að hlusta á bóndann en aðrir í hópnum eltu hana skelfingu lostnir inn í fjósið og reyndu að sjá til þess að skósíði pelsinn kláraði ekki allt upp úr flórnum. Var nánast eins og menn væru í kurling á undan henni.

Það skipti ekki sköpum að þegar hún var komin inn í mitt fjósið og sá þar Búkollu sjálfa inn í básnum sínum þá vippaði hún sér á háhæluðu skónum inn í básinn og fór að strjúka kjassa Búkollu sem lá og jórtraði í rólegheitum.  Kusan var aldeilis ekki vön slíkum mikilmennum og stóð á fætur og var þá orðið heldur þröngt um þær báðar inni í básnum. Menn fóru að reyna ýta Búkollu til hliðar til að frelsa Dorrit en gekk illa og á endanum kallaði hún með enskum hreim: " Ólafug, Ólafug, getugu losag meg frá kúnne "

Eftir mikið japl og fuður tókst að koma henni úr básnum og við skulum bara hreint vona að bóndinn fái ekki reikning fyrir ónýtum pelsinum ...

Mér skilst reyndar að það sé að verða  ærið oft sem forsetafrúin tekur upp á slíkum uppákomum til að komast í sviðsljósið og því hef ég ákveðið, vegna fjölda áskorana, að íhuga forsetaframboð.  Það sem má telja mér helst til tekna í forsetaframboðið er að ég á alveg frábæra forsetafrú  ....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband