Bahama

Nýjasta lagið í bransanum er Bahama með Ingó og fáir sem geta hamið sig þegar það er spilað. Ekki veit ég nú hvort Ingó sjálfur hefur samið þenna djúpa texta en hvernig sem það er þá vil ég beina mínum eindregnu tilmælum til höfundar og biðja hann vinsamlegast að leggja textagerðina á hilluna, í það minnsta ekki segja jup í vinnunni. Ég sé alveg í anda hvernig þeir hafa valið Bahama fyrst og búið svo til einhvern texta til að komast þangað af því að það er svo gott að syngja Bahama óóó´bahama jéjé bahama ...Shocking

Hér kemur byrjunin á laginu og vafalítið eiga margir fræðingar eftir að skrifa heilu bækurnar um dýpt og meiningu þessa texta:

Síðan þú fórst hef ég verið með magakveisu,

skildir ekkert eftir, nema þessa peysu.

Verst finnst mér þó að núna ertu með honum,

veistu hvað hann hefur hefur verið með mörgum konum ?

Þessi textagerð skilur eftir margt annað en peysu, í það minnsta magakveisu !Sick


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha það er sko Bahama - Eyja, Bahama - eyja og lalalal..  En þetta er eitthvað svo létt og fínt sumarlag, ég er sko alveg að fýla það :) Ég er líka svo létt og sumarleg.

 kv Stjórnmálafræðingurinn

Íris (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:30

2 identicon

Bahama -eyja yeah!!!!!!!! Sammála síðasta ræðumanni (hæ frænka) og hrópandi ósammála þér elsku brói. Nú verður þú að fara finna sumarbúninginn þinn og koma þér í létt sumarskap. Þetta lag er bara snilld og fullt af húmor Verður trúlega það vinsælasta í ferðalögunum í sumar líkt og fyrri "djúptexta" lög eins og " Hey kanína, komdu í partý" og "uppá palli, inní tjaldi...vonandi skemmtið ykkur vel"..... Vá þið hjónin hafið nú sungið þann djúpa texta í góðu stuði í góðra vina hópi oftar en einu sinni og tvisvar....eða Heimaleikfimin....   Það er akkúrat hinn grípandi texti sem heillar þar sem hér. Love you bró og sakna þín

elsa sys (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband