19.5.2008 | 09:29
Tutta bene
Já, róleg var helgin með eindæmum. Fórum reyndar á ball á föstudagskvöldið með Línuhönnun og við dönsuðum töluvert. Fórum þó snemma heim að venju. Laugardagurinn fór að mestu í þrif og tiltekt og svo fórum við í afmæli til Jökluls á sunnudegi.
Það var gott að hafa svona rólega helgi því mér sýnist að næsta rólega helgi geti orðið svona einhvern tíma eftir miðjan júli !
Anna er að fara í skólaslit í Dómus Vox í kvöld og fær þar umsögn um tónleikana hennar um daginn. Hún syngur líka eitt lag á skólaslitunum ef hún getur þar sem hún er með einhverja hálsbólgu.
Nú eru nákvæmlega 4 vikur þangað til við förum til Ítalíu, tutta bene ! Ég bætti við eini mynd af bænum Vernazza við Cinque Terre sem við ætlum að heimsækja.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.