20.5.2008 | 12:28
Sumarvision
Nú er júróvision í kvöld, fyrsta kvöldið af þremur. Allt að verða vitlaust og maður heyrir ekki annað í útvarpinu en " this is my life ". Mér finnst hins vegar afar erfitt að þurfa að planta mér fyrir framan imbann í svona góðu sumarveðri, vill langtum frekar njóta útviverunnar. Ég er kominn með algert sumarvision.
Enda ætla ég að fara með félögum mínum að veiða eftir vinnu í kvöld því það er eitt af því besta sem ég geri. Vera í náttúrunni í rólegheitum og eina sem þú heyrir eru í fuglunum og línunni á flugustönginni. Hviss, hvass, bí bí. Einn með sjálfum sér og vatnsgutlinu. Engin vinna, engar áhyggjur, ekkert stress. Bara vera. Dásamlegt.
Ég tala nú ekki um ef maður er svo heppinn að fiskur taki fluguna, það er ótrúlega góð tilfinning.
Fæ börnin mín stór og smá í mat annað kvöld og er mjög að velta fyrir mér hvað ég ætla að hafa. Held að ég endi í einhverjum gamaldags mat enda um gamaldags fjölskyldusamkomu að ræða. Kannski silung á grillið ef ég verð heppinn í kvöld. Ætti kannski að sjóða silunginn eins og gert var í gamla daga og láta alla sjúga hausinn ?
Sjáum til.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.