Fjölskylduveislan

Fengum öll börnin okkar í mat í gærkveldi, Írisi, Óskar, Jökul, Úlfar,,Andra og Erlu. Við áttum yndislega stund saman og strákarnir litlu voru æðislegir.

Ég pönnusteikti nokkur urriðaflök sem ég veiddi í fyrradag og þau voru æðisleg. Bjó til kalda agúrkusósu úr creme fraische með og allir voru sérlega ánægðir. Var svo með þurrkryddað lambalæri í ofni og ég held að allir hafi verið mjög sáttir með matinn. Dr.Loosen Wehlener Sonnenuhr hvítvín með forréttinum og Norton Cabernet Sauvignon Reserve rauðvín með aðalréttinum. Bara svona smá smakk með.

Anna borðaði þetta allt líka Wink

Ræktin í morgun og ég verð að segja að mig langaði bara að sofa áfram. Nú, hins vegar, líður mér mér æðislega eftir átökin.

Come on you Reds !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband