Óboðnir gestir

Fékk nokkra gesti í heimsókn í gær sem voru algerlega ekki óboðnir. Steini kom um miðjan dag til að klára að klæða sökklana á eldhúsinnréttingunni og borðaði með okkur ásamt tengdó sem voru auðfúsugestir líka.

Ég grillaði kjúklingalæri og búinn að taka utan af grillinu og hálfnaður með grillunina þegar ég tek eftir einhverri kúlu hangandi undir borðinu á grillinu. Þegar betur var að góða kom í ljós að þarna voru óboðnir gestir á ferðinni því þetta var pínulítið geitungabú með nokkrum íbúum í. Svona á stærð við tennisbolta eða minna. Þeim hafði sem sagt tekist á innan við viku að smeigja sér undir ábreiðuna og skella saman eini kúlu. Og ég sem þoli ekki geitunga !!!

Steini og tengdó sögðu mér nákvæmlega hvað ég gæti gert til að fjarlægja þennan ófögnuð, taka poka og láta kúluna detta í hann og vera svo snöggur að loka og hlaupa í burtu. Þegar ég bað þau hins vegar að gera þetta fyrir mig af því að þetta var svo einfalt var fátt um svör.

Ég þar sem sagt í kvöld að ráðast gegn þessum óboðnu gestum með kjafti og klóm og ef ég lifi það ekki af vil ég bara segja að ég elska ykkur öll. Ég er að fara að gúggla " geitungabú " og " hvernig að losna við geitungabú " o.s.frv.

Farvel fagra veröld ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband