Ísbjarnarblús

Það var og. Loksins fengu allar grátkerlingar og karlar þessa lands tæækifæri til að láta í sér heyra. Og það út af engu smá máli. Ekki mannsmorði, nauðgunum eða öðrum limlestingum, ekki hungursneyðum, jarðskjálftum eða hvirfilbylum.

Nei, Þetta var miklu alvarlegra. Það var drepinn ísbjörn fyrir vestan. ( að vísu norðan frá mér séð ..)

Nú veltir öll þjóðin sér upp úr þessu bjarnar morði og dómar kveðnir yfir morðingjunum í öllum hornum þessa lands. Fram fyrir skjöldu koma konur eins og Álfheiður og Kolbrún Halldórs með sinn vandlætingasvip eilíflega vitandi betur en aðrir hvernig á að gera hlutina eins og reyndar vinstri grænna er siður.

Auðvitað átti ekki að skjóta Bjössa heldur svæfa hann fallega og flytja hann svo með ærnum tilkostnaði og fyrirhöfn út á einhvern einmana ísjaka og leyfa honum að deyja þar. Ekkert mál að troða honum inn í einhverja þyrlu meðan hann er syfjaður og fara með hann í sætsíing í áttina að Grænlandi.

Aldrei kemur þetta fólk sem eilíflega setur út á gjörðir annara með tillögur um hvernig á að gera hlutina. Nei, bara gera þá hinseginn. Þær hefðu t.d. getað sett fram 2 frábærar tillögur sem hefðu svínvirkað og verulega verið í anda vinstri grænna. Þannig hefðu þær getað bjargað skinni Bjössa.

1. tillaga:

Setja málið í nefnd vitandi það að ísbjörninn var hvort sem er alveg að týnast í þoku uppi á fjalli og ólíklegt væri að hann myndi finnast aftur fyrr en nefndin hefði lokið störfum.

2. tillaga:

Fá þær stöllur Álfheiði og Kolbrúnu Halldórs úr vinstri grænum til að fljúga með þyrlu vestur (norður) og taka með sér nokkrar af sínum síðustu ræðum frá þinginu. Þær myndu svo lesa fyrir Bjössa ræðurnar sínar hvor eftir annari og hann myndi örugglega sofna. Þetta er öruggt ráð því ég verð í það minnsta ógurlega syfjaður og leiður þegar ég heyri þær flytja ræður. Síðan væri farið með Bjössa í neti hangandi í þyrlunni og þær 2 í netinu með honum lesandi endalaust yfir ræðurnar sínar.  Bjössi myndi örugglega ekki vakna á leiðinni því ENGINN vill vakna yfir slíkum ræðum.

Halló ! Er ekki allt í lagi hjá okkur ???

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband