Góð helgi

Yndisleg helgi er að baki. Á föstudagin eftir vinnu fórum við í Ikea og keyptum fataskáp í forstofuna. Nennti ekki að taka hann með mér heldur ákvað að njóta helgarinnar. Að setja saman skápa frá Ikea flokkast ekki undir skemmtun, bílíf mí.

Okkur var svo boðið í mat til Siggu H og áttum þar góða stund í rauðvíns sumbli. Á laugardaginn fórum við svo í innflutningspartí til Mæju listakonu en hún var að opna frábæra nýja vinnustofu í Hafnarfirði. Þaðan svo beint til Birkis og Esterar en þau buðu okkur í mat og víxlu á nýja heimilinu sínu. Búin að skipta um og endurnýja nánast allt og það kemur frábærlega út. Snillingurinn í eldhúsinu hann Birkir fékk að prufukeyra nýja eldhúsið og við fengum meiriháttar mat svo ekki sé talað um vín. Sátum svo við gítarspil og söng eitthvað frameftir.

Hljóp svo heiman frá mér til Birkis í Laugarneshverfinu til að sækja bílinn. Fórum í sund og ætluðum svo að fá okkur humarsúpu hjá Sægreifanum en hann var að ditta að og mála staðinn. Við enduðum því í gamaldags smörrebrauði á Kaffivagninum.   Anna fór svo á Ladda og ég slakaði á með mynd.

Næsta helgi verður ekki síðri en þá förum við í Landmannahelli með fullt af góðu fólki að veiða o.fl. Þeir spá frábæru veðri uppi á hálendi og ef einhver hefur áhuga þá er enn pláss laust fyrir skemmtilegt fólk Grin

Svo eru bara 13 dagar þangað til við förum til Ítalíu .....Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband