16.6.2008 | 12:37
Veiðitúrinn
Já hann var ekki slæmur veiðitúrinn síðustu helgi þar sem ég dvaldi í geggjuðu veðri í faðmi fallegra fjalla og góðra vina. Það var sól nánast allan tímann enda var maður orðin hálfgerð brunarúst í framan. Það var veitt frá morgni til kvölds, mestmegnis í Frostastaðavatni og bleikjurnar sem ginu við flugunum mínum voru orðnar óteljandi. Ég sleppti flestum þeirra en tók um 20 bleikjur heim.
Á kvöldin grillaði svo hópurinn saman og spilaði á gítara og harmonikku svo undir tók í fjöllunum. Í þessum góða 20 manna hóp voru 6 sem spiluðu á gítar, hvoerki meira né minna. Eina sem vantaði up á gleðina var stuðboltinn hún Anna mín sem hefði aldeilis blúsað og djammað með spilurunum. Hún var reyndar í þannig fíling með vinnunni sinni í Fljótshlíðinni ekki svo fjarri mér.
Svo þegar ég komst í símasamband á sunnudeginum fékk ég þær leiðinlegu fréttir að Úlfar Freyr hefði lennt inn á spítala fárveikur og var þar í 3 daga með mömmu sinni og pabba. Það kom í ljós að hann er með einhvern blóðsjúkdóm sem hafði herjað á annað hnéð á honum og það stokkbólgnað. Það var því stungið og krukkað í litla greyjað og hann grét svo mikið að hann gat ekki meir, sofnaði bara inn á milli. Á endanum fékk hann svo deifilyf og bullaði einhver heil ósköp Við kíktum á hann í gærkveldi og hann var með sondu á brjóstinu sem notað er til að dæla í hann meðulum beint í æð. Hann gat nú samt sem áður brosað til Ömmu og Afa þannig að vonandi er þetta allt að koma. Íris og Óskar fá vonandi að vita hvað er að honum í dag en þá koma niðurstöður úr blóðprufunni. Litla skinnið.
Í fyrramálið syng ég með Fóstbræðrum á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins.
Nú eru einungis 6 dagar þangað til ég fæ mér ítalskt prosecco ...... Á ÍTALÍU !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.