Það sem skiptir fólk máli

Í fréttum í gær var hræðileg stjórnunartíð Mugabes og fylgisveina í Simbabve og er með ólíkindum að svona glæpamaður skuli komast upp með það sem hann gerir.  Hvar er alþjóðasamfélagið nú ? Hvar er Bush sem alltaf er að hjálpa lítilmagnanum ? Hvar er fólk almennt til að hafa áhyggjur af þessum málum ?

Jú, ég get svo sem sagt ykkur það. Ég sá líka nokkur viðtöl við sérfræðinga í ísbjarnarmálum, umhverfissinna innanlands sen erlendis og þingmenn og tók ísbjarnarblúsin mun meira pláss en morðin í Simbabve.  Fólk var endalaust að velta sér upp úr því hvort hefði nú mátt bjarga Birnu gömlu og spá í ættfræði hennar. Nú reið mest á því að setja saman aðgerðaráætlun ef ske kynni að annar aldinn ísbjörn myndi nú reka á land á Íslandi.

Fólk er nú ekkert sérstaklega að setja saman aðgerðaráætlun um hvernig koma megi fólkinu í Simbabve til hjálpar eða hvernig koma megi Mugabe fyrir kattarnef ( nú eða ísbjarnarnef sem yrði mun kærkomnara )

Neibb. Ísbjörninn skiptir miklu meira máli nú. Eina sem ég sé eftir þegar vesalings Birnan var skotin er að að skotið skildi ekki notað á Mugabe og set ég hér með saman aðgerðaáætlun ef við finnum nú annan ísbjörn:

- nálgast skuli ísbjörninn varlega og gæta þess að reita hann ekki til reiði ....strax.

- fanga skuli ísbjörninn og setja hann í þar til gert búr.

- fljúga skuli með ísbjörninn til Simbabve og gefa Mugabe að gjöf frá Íslenska Ríkinu.

- passa sig á því að skilyrða ísbjörninn á leiðinni með því að sýna honum myndir af Mugabe og klípa hann alltaf í punginn á sama tíma.

- þá verður ísbjörninn reiður þegar hann sér Mugabe ......

Einfalt en árangursríkt !

Tutti Frutti ( allir ávextir ) eftir 4 daga !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband