Fögur er hlíðin, ég fer fet

Já á morgun ætlum við að fara þó nokkur fet í sveitina, alla leið í Fljótshlíðina. Hvar Gunnar og Njáll skiptust bróðurlega á skoðunum við skoðunarbræður sína forðum undir vökulum augum Bergþóru. Við ætlum sum sagt að heimsækja Eyvindarmúla og Hildu systir og Óla.

Þar ætlar mín fjölskylda og hluti af fjölskyldu Ernu að hittast, grilla saman og hafa gaman. Gerum allt of lítið af slíku og hittumst yfir höfuð allt of sjaldan. Ég viðurkenni það svo sem að ég hefði nú alveg verið til í að vera heima og undirbúa mig vel fyrir ferðina sem hefst á mánudag, enda er ég meyja. En hey, lífið er yndislegt og allt of stutt til að eyða því í ekki neitt.

Þarf reyndar að fara heim snemma á sunnudagsmorgun þar sem ég þarf að syngja í áttræðisafmæli Denna sem haldið er í Salnum í Kópavogi. Það verður líka gaman og hann á það alveg skilið karlinn.

Vona svo að ég hafi tíma til að pakka á sunnudagskvöldið.... því .... nú eru einungis 3 dagar þangað  til O Sole Mio hljómar í eyrum mér  .....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

langt síðan ég hef séð ykkur, en mundi allt í einu eftir því að þú værir með þessa síðu Addi, sá það e-n tíma hjá írísi...

en já vildi bara kasta á ykkur kveðju, ég veit hvað ykkur líður vel á ítalíu, þannig ég segi bara góða ferð og góða skemmtun!!

Kristbjörg (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 17:10

2 identicon

hæ hæ og takk fyrir síðast.

Vildi bara segja góða ferð og hafið það gott á ítalíu -

kv.María

María frænka (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 22:33

3 identicon

Kæru vinir hafið það æðislegt á Ítalíu og njótið þess eins og ykkur er einum lagið að lifa lífinu LIFANDI !

Góða ferð  

Björg (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband