7.7.2008 | 20:49
Ferðasaga
Loksins er ég tengdur en hef þó gert nokkrar tilraunir á Ítalíu til að blogga en gat aldrei sent bloggið frá mér. Ég er enn í fríi og fer norður á morgun ásamt Siggu h, Steina, Hjálmari og Ingu klemmu og hled svo austur á bóginn. hér ætla ég þó að stikla á stóru um feðina:
Við lenntum í mílanó á réttum tíma eða um 10.30 um kvöld og rétt náðum að sækja bílaleigubílin. Ég tók Fiat Bravo sem reyndist hinn ágætisti bíll. f´+orum beint á hótel við flugvöllinn og Elsa leiðbeindi okkur þangað ( Elsa er navigatorinn okkar sem ég tók með - Garmin )
Fórum svo snema af stað til La Spezia og tók ferðin ekki nema um 1,5 tíma, anna hafði ekki einu sinni tíma til að vera hrædd einhverra hluta vegna var gatan sem hótelið okkar var við ekki inn í Elsu þannig að það var ekki þrautalaust að finna það. Fundum það á endanum og vorum komin í göngutúr niður í miðbæ um leið. Svo sem ekkert merkilegur bær nema fyrir þær sakir að hann er vel staðsettur til að fara í sglingu um Cinque Terre. Dagin eftir keyrðum við til Pisa til að sækja þær yndislegu mæðgur, Maríu Björk og Ásthildi. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar við hittumst á flugvellinum í Pisa og svo skoðum við skakka turnin o.fl áður en við héldum til bakatil La Spezia.
Dagin eftir tékkuðum við okkur út og fórum í bát snemma um morguninn til að skoða Cinque Terre sem er eitt af furðum veraldar. Ægifögur lítil þorp sem hanga nánast í lausu lofti í fjallshlíðum. Veðrið var frábært 32°hiti og glampandi sól. Við fórum úr bátnum, í Monterosso og dvöldum þar í 2 tíma, drukkum hvítvín og lögðumst á ströndina. Þessi ferð var algert æði og fegurðin mikil. Þegar í land var komið um kl. 17 þá ókum við beint niður til baðstrandabæjarins Viareggio til þess að sóla okkur innan um fína og flotta fólkið. Það áttum við 2 góða daga, á ströndinni, í göngutúrum og snæddum ljúffengan ítalskan mat. Létum okkur meira að segja hafa það að fá okkur fisk.
Tékkupðum okkur út á laugardagsmorgni og héldum til Chianti, nánar tiltekið Fonterutoli. Heimsóttum í leiðinni fæðingarbæ Puccinis, Lucca og dvöldum þar í ógurlegum hita í dálítinn tíma. Þegar við komum svo til Fonterutoli þá áttum við ekki orð. Fegurðin sem við okkur blasti er ólýsanleg og íbúðin sem við fengum var eins og úr gamalli bíómynd. Allt í gömlum stíl og andinn var slíkur að Ásthildur var óþreytandi við að leita að leynidyrum og þess háttar. Hún fann t.d. ofan í gömlu kofforti handskrifaðar skýrslubækur frá því 18hundruð og eitthvað ! Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig var að vera þarna, gamla fólkið sitjandi fyrir utan litlu íbúðirnar sínar alltaf brosandi og bjóðandi góðan daginn, bon giorno eða góða kvöldið buon sera. Okkur fannst öllum eins og við værum komin í Paradís og útsýnið, ó mæ god !
En, nóg í bili, þarf að fara heim að pakka niður í töskur því nú skal Ísland heimsótt. Meira seinna.
Athugasemdir
Hæhæ , velkomin heim :)
Æðisleg að fá ykkur í heimsókn austur , vonandi verður það oftar :*
Hafið það alltaf sem allra best, sjáumst vonandi sem fyrst aftur, ykkar Erla
Erla (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 00:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.