Kónguló, kónguló vísaðu mér á berjamó

Skrítið nafn kónguló og ekki batnar það við fleirtöluna, kóngulær. Það hefur eitthvað verið að þeim sem bjó til þetta nafn.  Það hefur hins vegar verið mikið að þeim aðila sem fann upp kóngulær yfirhöfuð ! Þetta eru ótrúlega ljót og leiðinleg dýr sem gera ekkert annað en að skapa vandræði.

Þegar ég gekk inn í svefnherbergi í gærkveldi, hálfnakinn að sjálfsögðu, fannst mér eins og ég hefði gengið í gegnum kóngulóarvef, í það minnsta einn þráð en var ekki viss. Vadr aðeins að stússa inni í herbergi og fór svo aftur út og viti menn, mér fannst ég ganga aftur í gegnum vefinn. Nóta bene ég er mjöööög viðkvæmur fyrir slíku og finn t.d. fyrir rykkornum ef ég geng yfir þau. Mér varð nú ekki um sel og sá fyrir mér að ég myndi vakna um morguninn umvafinn kóngulóarvef, margstunginn og væri jafnvel orðinn að kóngulóarmanninum.  Gæti mig jafnvel hvergi hrært í slímugum vefnum. Crying  Ég fór því á stjá að leita að hugsanlegu kvikindi sem væri að spinna svikulan vef sinn inni í svefnherberginu mínu. Ég leitaði undir rúmi, í fatahrúgunni á stólnum en fann ekkert óvenjulegt. Þegar ég kom svo ánægður út úr svefnherberginu sé ég kvikindið á harðahlaupum inn á bað, stórt loðið og ógeðslegt. Ég var snöggur að þrífa klósettpappír og náði henni á hlaupum. Opnaði svo klósettsetuna og nú er kvikindið að synda baksund einhver staðar úti í miðju Atlandshafi veltandi fyrir sér hvað kom fyrir það. Eitt er víst, kóngulóin valdi rangan mann að kljást við Devil

Fórum í grill til Ingu og Hjálmars í gærkveldi og áttum notalega stund með þeim og Siggu H.

spiderman-in-web-0013

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband