Náttúran heillar

Ég hætti í fyrra fallinu í vinunni í gær, keypti 2 bakka af köldum mat, annars vegar sushi handa mér og hins vegar salat með kjúklingi handa Önnu og hélt í áttina til Krísuvíkur. Ég fór með allar veiðigræjurnar og Anna skildi mig eftir við Kleifarvatn og hún hélt svo áfram til Grindavíkur til að heimsækja Önnu Siggu frænku sína.

Ég var búinn að heyra sögur af stórfiskum bæði urriðum og bleikjum sem veiðst höfðu í Kleifarvatni undanfarið og setti saman flugustöngina, kaststöngina og jafnvel beitustöngina. Allt prófaði ég og eftirtekjan var heldur rýr. Missti 3 bleikjur og náði einni. Var þó með meiri afla en þeir sem voru að veiða í kringum mig. Ég reyndar sá bíla út um allt og menn sem örugglega höfðu frétt það sama og ég voru hringinn í kringum vatnið. Kannski var ég bara á vitlausum stað ...

Anna kom svo aftur kl. 20 og við settumst í laut og opnuðum litla hvítvínsflösku ( sem reyndist ónýt ) og snæddum kvöldmatinn. Sérlega kósí.  Héldum svo heim á leið eftir vel heppnaða náttúruferð. Þarna er ægifagurt og vel þess virði að kíkja í bíltúr og fara í göngutúr.

Það verður kósíkvöld í kvöld ( að ég held ... ). Maður verður líika stundum að slaka á Sleeping 

Á morgun er svo hörku fjör en þá förum við í útskriftarpartí hjá stjórnmálafræðingnum henni Írisi minni. Djús og djamm Shocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband