Pallapúl

Á föstudaginn fékk ég lánaða háþrýstidælu og keypti hreinsiefni og viðarvörn á pallinn minn. Las mér til að ég þyrfti að skella hreinsiefninu á pallinn og smúla hann svo á eftir. Ég hafði ekki borið á hann í fyrra. Fór svo í þetta í blíðskaparveðri fyrir hádegi á laugardag. Þetta reyndist hins vegar hið mesta púl og ég þurfti, með aðstoð Önnu að taka hverja spýtu og háþrýstihreinsa hana. Þumlung fyrir þumlung. Bar síðan á pallinn í þynnkunni á sunnudagsmorgun.

Þynnkan stafaði af útskriftarveislu sem Íris hélt í flugleiðasalnum í Síðumúla. Þar var hörku fjör og við anna fórum síðust heim af gamla settinu. Unga fólkið var eitthvað lengur og það tók Írisi einhvern tíma að ná öllum út. En, vel heppnað partí.

Byrjaði síðan sunnudagsmorguninn eins og áður sagði með því að bera á pallinn og síðan fengum litlu snáðan henar Írisar lánaði og fórum með þá í sund. Úlfar Feyr er orðinn mikil afastrákur og fór bara að gráta þegar ég lét hann frá mér. Ekki leiðinlegt ..InLove Anna var að vísu ekki eins hrifin af því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með velgengni dótturinnar og takk fyrir um daginn.

Það var rosalega gaman að fá ykkur öll í heimsókn. Vonandi verður þetta endurtekið næsta sumar. Þú prufar bara tjaldgræjurnar í vetur  þá finnur þú út hvað svefnpokinn reynist skjólgóður.

Knús til Önnu.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband