Stærra hús og stærri bíl ?

Já það liggur við að við þurfum að fara að huga að því að stækka verulega við okkur og ekki af því að við séum að stækka neitt sérstaklega heldur fjölskyldan.

Já, það er víst orðið opinbert núna og má segjast en við Anna eigum von á ekki bara einu barnabarni heldur tveimur því Andri og Erla eiga von á sínu fyrsta og Írisi og Óskar eiga von á sínu þriðja !!  Og það á sama tíma í byrjun febrúar á næsta ári. Greddan í þessum börnum mínum Wink

Kannski látum við bara núverandi aðstæður duga og verum bara rosalega skipulögð en ég get alveg viðurkennt það hér og nú að amma og afi eru svakalega spennt. Ekki býð ég nú í það ef það kemur stelpa því þá flippar Anna og dekrar hana upp úr skónum. Og hver veit nema ég eignist loksins nafna ? Heyrið þið það, Íris og Andri Angry

Afi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég óska ykkur til hamingju með barnalánið  ég verð víst að bíða fram á elliárin eftir barnabarni

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 08:46

2 identicon

Vorum við ekki búnir að samþykkja að hann mundi heita Glúðmundur !!!

Glúðmundur Arnlaugur Andrasson ... Það hljómar mjög vel  ... !!  

Andri Már (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband