23.7.2008 | 09:35
Kvefpest
Það er ekki komið haust og ég er kominn með kvefpest. Hör í nös, hálsbólgu og hósta. Að vísu á byrjunarstigi og ég ætla að vera duglegur að drekka heitt engifer vatn. Ég má ekki við því að þetta ágerist þar sem ég er nú einn í Víndeildinni og kemst ekki frá. Vonum það besta.
Einhvern veginn fannst mér samt haustlegt á að líta í morgun þegar ér kom út en vona að það sé bara í kollinum á mér. Við stefnum á að fara í Þórsmörk í tjaldútilegu um helgina með góðu fólki en eins og veðurspáin er þá verður líklega ekkert úr því. Þeir spá fínu veðri fyrir norðan og norðaustan en það er heldur langt fyrir eina helgi. Kannski skellir maður sér bara í Landmannahelli því þar á að vera ágætt veður. Kemur í ljós.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.