24.7.2008 | 09:17
Mamma Mia !
Við fórum í bíó í gærkveldi á Mamma Mia í Laugarásbíói. Vorum bæði með gæsahúð yfir myndinni, anna af hrifningu og ég með kjánahroll. Vissulega má hafa gaman af myndinni og þau voru nokkur tárin sem hrundu hjá Önnu og svitadropar hjá mér. Ég var að hugsa um að skipta okkur, hún færi á Mamma Mia og ég á Batman, hefði betur gert það.
Mesta hrollinn fékk ég þegar Pierce Brosnan hóf allt í einu upp raust sína og söng eitt af frægustu Abba lögunum, man ekki hvaða lag það var. Hann er svo sem enginn sérstakur leikari og ekki er hann betri söngvari með mjög undarlega rödd. Hins vegar var Meryl Streep alveg frábær í sínu hlutverki og söng ótrulega fallega.
Held ég sé endanlega búinn að skjóta Þórsmerkurferð í kaf nætu helgi. Kannski tjillar maður bara í bænum, gengur á fjöll eða eitthvað.
Athugasemdir
Hey, Pierce Brosnan er sko flottastur - hefur þú séð Tomas Crown affair (eða hvernig það er nú skrifað)? Það er sko ein af uppáhaldsmyndunum mínum.
Ég kem suður eftir verslunarmannahelgi og ég ætla sko að sjá Mamma Mia, já og fara á Clapton tónleikana
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:50
Kannski óþarflega mörg sko
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.