Á faraldsfæti

Serkennilegt orð, faraldsfæti. Finnst eins og maður sé á barmi einhvers faralds ...

Jæja hvað með það, fór í veiðigræjurnar í gærkveldi og nú er allt tilbúið fyrir veiðitúrinn. Pakkað og klárt nema ég á eftir að sækja eitthvað af maðki í dag því hann verður jú að vera með ef veiðistaðir eru þannig. Höldum norður á bóginn eftir vinnu á morgun, veit ekki hversu langt og gistum á leiðinni. Helst myndi ég vilja fara alla leið til Akureyrar og gista þar því þá er svo stutt í Fnjóskána. Það er hins vegar mjög erfitt og dýrt að fá gistingu á Akureyri þessa helgi sökum fiskidaga á Dalvík og Handverkssýningar Eyjafjarðar. Auglýsi hér með eftir ókeypis gistingu fyrir mig og Steina Smile

Í kvöld verðum við Anna líka á þessum blessaða faraldsfæti því við ætlum að skella okkur í Stykkishólm og hlusta á eina af okkar fremst söngdívum syngja en Auður Gunnarsdóttir sópran er með einsöngs tónleika í Stykkishólmskirkju í kvöld.  Hér kemur mynd af henni en hún var kennarinn hennar Önnu s.l. vetur.

auður gunnarsdóttir litil.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun um helgina og ég vona að faraldsfóturinn ykkar sé öflugur en ekki haltur og lasburða  Ef hann bregst þá má bregða á það ráð að ferðast á reiðskjótum postulanna

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband