Fellur alltaf eitthvað til

Ekki var það nú svo að ég gæti í rólegheitum lesið veiðistaðalýsingar því okkur var boðið í mat til Pabba og Ernu í Fagrahvamminn í Hafnarfirði. Þar hittum við líka Haddý og Bjarna og Beggu og Guðjón. Borðuðum góðan mat og áttum yndislega stund saman. 

Er orðinn frekar spenntur fyrir morgundeginum en við förum af stað eftir vinnu og gistum á Óðalssetrinu hans Guðbjörns á Hvammstanga.

Norðurland hér kem ég.

Anna er hins vegar að fara á Clapton í kvöld með Maríu Björk, Siggu H, Eyrúnu og Hólmari og ætlar svo að keyra norður á Sauðárkrók og dvelja þar með Maríu fram á mánudag.

Það er því fjörug helgi fram undan,,, aldrei þessu vant Shocking

Góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband