Brúðkaupsafmæli

Í dag eigum við gömlu 16 ára brúðkaupsafmæli. Ótrúlegt hvað við höldum alltaf hamingjunni og það er óhugsandi að hugsa sér betri konu en Önnu. Setti hér mynd af okkur eins og við lítum út núna.

Ætlum að fara á Stokkseyrarbakka eftir vinnu, ganga svolítið í fjörunni og fá okkur humarsúpu. Halda svo til Hveragerðis og taka þátt í blómadögum þar. Að sjálfsögðu datt mér þetta allt í hug.

Ámorgun er svo fjölskyldusamkoma í ættina hans Bóasar tengdapabba í Grindavík og seinna um kvöldið hittist svo víndeildin heima hjá Birki til að borða góðan mat og hugsanlega enn betri vín.

Sunnudagurinn er óráðinn .......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Addi og Anna innilegar hamingjuóskir með brúðkaupsdaginn..

Ótrúlegt að sjá hvað þið eruð alltaf jafnástfangin ef ekki ástfangnari með árunum.  Enda geislar hamingjan af ykkur báðum

Kær kveðja Kristín frænka

Kristín frænka (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 17:59

2 identicon

Elsku dúllurnar mínar, innilegar hamingjuóskir til ykkar. Þið eru rosalega sæt á þessari mynd. Mér fannst nú í sumar þegar þið komuð austur að þið lituð út fyrir að vera nýtrúlofuð

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband