Veislan mikla

Fórum á föstudag austur fyrir fjall til að borða á fjöruborðinu. Anna kom mér á óvart þegar Mummi og Sigga bönkuðu upp á rétt áður en við lögðum í hann og þau komu með. Áttum yndislega stund saman.

Fórum svo daginn eftir að hitta ættingja Önnu í Grindavík og var gaman að sjá gömul andlit þar.

Vorum svo mætt í matarboð hjá Birki en víndeildin var að gera sér glaðan dag. Og þvílík veisla. Eggert var með fiskisúpu í forrétt sem hann var búinn að dútla við í yfir sólarhring og Birkir var með fitusnauðar lambalundir með alls kyns meðlæti og með þessu öllu drukkum við þvílík vín að það hálfa væri nóg.

Sunnudagurinn leið svo í óminnishegra og sjaldan eða aldrei höfum við verið svona löt. Gengum þó seinnipartinn til Birkis niður á Laugarnesveg til að sækja bílinn. Úff Sick

Mikið væri gaman að eiga svona eina rólega helgi .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband