Menning

Við hjónakornin brögðuðum á margs konar menningu um helgina. Á föstudaginn var þreitumenning til staðar og eftir mexíkóska veislu a la Anna Birgitta þá held ég að við höfum verið komin inn í rúm upp úr kl. 10 Sleeping

Á laugardagsmorgni tók við hin sívinsæla þrifmenning og var skúrað og þrifið út að dyrum. Upp úr hádegi tók svo við Menningar"nótt" en við ákváðum þrátt fyrir rysjótt veður að fara niður í bæ. Lögðum bílnum uppi á Vitastíg og gengum niður í Ráðhús þar sem við hlustuðum á Léttsveit Suðurnesja, frábæra hljómsveit. Á leiðinni niður Skólavörðustíginn fengum við aldeilis að kynnast rigningarmenningu eins og hún gerist best því það rigndi eins og helt væri úr fötu. Biðum undir skyggni meðan fólk á kanóum og árabátum liðu fram hjá. Gott ef ég sá ekki Örkina hans Nóa ..

Gengum svo aftur upp Laugarveginn en fengum fljótlega nóg af þessari menningu og vorum komin heim fyrir kl. 16.00

Þurkuðum okkur og klæddum í okkar fínasta skart því nú skildi haldið í 50tugs afmæli hjá Önnu Stellu upp við Elliðavatn í sveitamenninguna. Þar tók við þvílíkt stuð að þrátt fyrir að afmælið ætti að vera milli 17 og 19 þá fórum við ekki heim fyrr en um kl. 23 um kvöldið.  Sem betur fer skutlaði Rannveig vinkona okkur heim því það hefur örugglega verið erfitt að fá bíl. Þrátt fyrir að undirritaður væri í miklu stuði og til í að skella sér niður í bæ á leigubíl þá tók skynsemin ( Anna ) völdin og við héldum okkur heima. Einhverjir fóru víst niður í bæ og komu heim undir morgun Shocking Stuðmenningin lét sem sagt ekki að sér hæða.Skellti magnum flösku af vintage kampavíni inn í ísskáp og var búinn að bjóða bestu vinum mínum að koma og fá sér daginn eftir ef ...

Vöknuðum eldsnemma til að horfa á leikinn og eftir hann setti ég kampavínið aftur inn í skáp, bíður betri tíma. Þar fékk íþróttamenningin sinn skerf.

Enduðum svo för okkar um hina ýmsu menningaheima með því að gera göngumenningu hátt undir höfði og gengum við heiman frá okkur alla leið upp í Elliðavatn. Til að sækja bílinn að venju. Tók einn og hálfan tíma og tók í.

Þannig var nú menningarhelgi Adda og Önnu Birgittu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst þá Örkin hans Nóa næst á Skólavörðuholtinu???

Takk fyrir síðast, þetta var alveg frábært. Þið voruð ekki ein um að halda ykkur heima við eftir að afmælishátíðina, ég fór líka í háttinn þegar ég var búin að koma Hjálmari, Ingu og Siggu á djammið niður í bæ

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband