Fríið búið

Hingað og ekki lengra, nú er líkamsræktarfríið búið. Nú skal tekið á því !

Við erum búin að vera óhemjulöt í ræktinni í sumar og undanfarið farið í mesta lagi einu sinni í viku. Þetta veldur sleni og doða og teigir sig út í alla líkamsparta. Við sumsagt vorum mætt í Hreyfingu kl. 7 í morgun og tókum á því í rúman klukkutíma. Svitinn rann sem aldreigi fyrr og á eftir var bara sæla.  Nú stíla ég inn á að fara amk 3svar sinnum í ræktina í viku og hlaupa úti ca 2svar líka. Var að kaupa mér nýja Asics hlaupaskó af bestu gerð og stefni á hálfmaraþon eftir ár.

Það voru reyndar mjög fáir í ræktinni og vafalítið eru allir sama sinnis, það er svo erfitt að stunda inni líkamsrækt á sumrin.

Anna er að fara á hóla í Hjaltadal næstu helgi með kórnum sínum og ég er að velta fyrir mér að fara í einhverja veiði. Veit svo sem ekki enn hvert né með hverjum en það kemur í ljós. Andri og
Erla eru að koma suður for good á föstudag og fá íbúðina sem þau leigja afhenta á mánudag. Ætla að gista hjá okkur um helgina og kannski verða þau bara ein í húsinu. Það verður gaman að hitta þau og sjá litlu sætu kúluna sem Erla er komin með Tounge

Svo byrjar skólinn hjá mér eftir helgi ...hjúkk ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband