28.8.2008 | 14:34
GAS, GAS !
Ég er einn af þeim sem hef mikla samúð með lögreglumönnum og skil vel hversu erfitt vinnuumhverfi þeirra er með allt þetta viðringarleysi sem til staðar er í dag. Skildi meira að segja þeirra sjónarmið þegar þeir gösuðu flutningabílstjórana upp við Rauðavatn ekki alls fyrir löngu. Samúð minni er þó takmörkun sett.
Nú virðist lögreglan ætla að láta kné fylgja kviði og eltast við venjulega vörugflutningabílstjóra um allan miðbæinn. Menn sem eru að reyna að sinna starfi sínu við að koma alls kyns vöru til fyritækja í miðbænum og er vorkunn að gera slíkt vegna þrengsla þar. Auðvitað þurfa þeir stundum að beygja lögin til að klára sína vinnu og ég hef lítið orðið var við að þetta setji allt á annan endann í miðbænum.
En nei, nú eru þeir orðnir glæpamenn og lögreglan eyðir dýrmætum tíma sínum í að knésetja þá og hóta þeim. Eltast við þá um alla borgina. Það gefur auga leið að það klárast aldrei að keyra út vöru á þeim tíma sem lög og reglugerðir segja til um. Það tekur tíma á morgnana að taka til vöru og margir panta seint og opna seint.
Miðað við allt talið um fækkun lögreglumanna í miðbænum og flótta þeirra úr stéttinni væri þá ekki ráð að setja markið aðeins hærra og fara að sinna alvöru glæpamálum.
Ekki fer nú minna í taugarnar á mér þegar lögreglan eyðir tíma sínum í að telja útiborð veitingahúsa, banna að selja dósabjór úti á stórum helgum eins og Gaypride og Menningarnótt og líta á það sem einn mesta glæp veraldar að fara með bjórglasið sitt út til að reykja.
Samúð mín, sem ekki er í minni kantinum, með lögreglunni fer fljótt þverrandi þegar ég verð vitni að slíku bulli.
" It´s a gas " segi ég nú bara og tek undir með Pink Floyd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.