Óbyggðirnar kalla

Átti þvílíkt æðislega helgi og það var ekki bara af því að Anna fór norður með kórnum sínum Wink Ónei.

Andri og Erla komu heim á föstudaginn og voru hjá okkur um helgina. Ég fór í ræktina á laugardag og eldaði dýrindismáltíð handa týnda syninum og spúsu um kvöldið. Lambaskankar a la Italía. Fór svo eldsnemma af stað á sunnudagsmorguninn með Helga og Mumma vinum mínum upp á hálendi, nánar tiltekið alla leið upp á Arnarvatnsheiði !

Fórum þangað með veiðigræjurnar og vorum að veiða í Austurá, silungasvæðinu. Helgi er nýbúinn að kaupa næstum helminginn af Arnarvatnsheiði og þarna vorum við í þvílíku veðri, veiðandi í þvílíkri á fáandi þvílíkt fallega urriða. Þetta var æðislegt en mikið var maður þreyttur þegar heim var komið um kvöldið enda höfðum við gengið okkur upp undir hendur.

Fór svo í skólann í morgun í fyrsta skiptið og það var bara ótrúlega gaman. Úti skín sólin og 18°hiti.

jibbí !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í hvaða skóla ertu veiðikló?

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband