Góða kvöldið

Já góða kvöldið var í gær því við áttum yndislega stund með Steina og Siggu H. borðuðum góðan mat og sérlega gott hvítvín með, chablish frá Olivier Leflaive: http://rjc.is/web/?group=2032&parent=

Andri og Erla kíktu við með afmælisgjöf og veðrið var svo ótrúlegt að loginn á kerti sem var úti í garði haggaðist ekki allt kvöldið.

Jökull hringdi í afa og söng fyrir hann afmælissönginn og gott ef Úlfar litli var ekki að reyna að syngja með í bakgrunninum.

Í útvarpinu í morgun var verið að tala um karl versus kven ökumenn og sýndist mönnum að ekki væri hægt að gera upp á milli þeirra, væri bara misjafn sauður í hverju fé.  Ó mæ god, ég ætla nú bara að steinhalda kjafta og koma mér ekki í vandræði ....Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið þó seint sé elsku vinur knus á þig og konuna:)

Björg (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:50

2 identicon

Ja, hann Finnur minn heitinn var vanur að segja að konur ættu ekki að hafa bílpróf  Ég held að það hafi bara verið af því að konur eru svo góðir bílstjórar að karlar komast aldrei með tærnar þar sem við höfum hælana

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband