5.9.2008 | 12:37
Back to school
Ekki hefði ég trúað því hversu gaman er að vera kominn aftur í skóla. Markaðssamskipti og vörumerkjastjórnun eru náttúrulega mjög skemmtileg fög en bókin sem fylgir þessu ( 700 bls á ensku og það er bara fyrir þennan mánuð ! ) er töluvert torf. Ekki bara nóg að lesa hana eins og allar ensku kiljurnar sem ég hef lagt af velli heldur þarf maður að skilja innihaldið líka. Töff.
Nú hins vegar er maður orðinn óþolandi því nú er ekki lengur til matvara, bílar, bankar o.s.frv. heldur einungis mismunandi vörumerki, mismunandi brönd. Núna tekur hálftíma lengur að kaupa í matinn því ég er náttúrulega alltaf að stúdera bröndin sem boðið er upp á. Fylgjast með fólkinu sem er að kaupa bröndin og atferli þeirra. Er Homeblest meira svona miðaldra kona eða ungur gæi sem er snöggur að versla ? Ég bara spyr ...
Það er einungis tímaspursmál hvenær fólk fer að hringja í lögregluna og segja þeim frá grunsamlegum manni sem fylgist með þeim við innkaupin.
Talandi um vörumerki. ég þarf að kaupa rakvélablöð í Gilette rakvélina mína sem ætti að vera einfalt mál. En það er aldeilis ekkert einfalt því þeir eru alltaf að skipta um vélar og það stendur ekki á vélinni ( skaftinu ) sem ég er með hvað gerð af hausum ég á að kaupa. Núna í hádeginu þegar ég var að kaupa mér Gríms plokkfisk, já og talandi um hann ..nei sleppi því, þá sá ég nýja gerð af Gilette rakvél ( skafti, þetta er náttúrulega engin vél lengur ) sem hét því æðislega nafni " fusion ". Örugglega algjört must have, bara verð að kaupa hana. Held meira að segja að Tiger Woods, Beckham o.fl. noti hana. Ég veit hins vegar alveg hvað næsta vél frá Gilette mun heita:
Gilette confusion !
Búinn með plokkfiskinn minn og góða helgi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.