12.9.2008 | 12:25
Sveitasæla
Ég fór á viktina í morgun í sundinu og var aðeins 71,5 kg þrátt fyrir að vera búinn að vera með útlending í hemsókn borðandi góðan mat, drekkandi góð vín og bjór. Var um 73 kg í síðustu viku og ætli þetta sé ekki bara álagið sem fylgir því að vera í fullri vinnu, námi og svo 3 daga með útlending . Tók því rólega í gærkveldi og er fír og flamme núna
Við erum sem sagt að fara í sveitina, nánar tiltekið í sumarbústað í Brekkuskógi. Með heitum potti og alles. Ég þarf að nota helgina til að gera verkefni sem ég þarf að skila af mér á mánudagsmorguninn og tek með mér lappann. Þetta verður því öðruvísi ferð og Anna ætlar að taka myndir og nótur til að raða. Gæti svo sem alveg farið svo að bestu vinir okkar verði í næsta bústað en það er í fínu lagi því ég hef alltaf afdrep í okkar bústað. Sæki svo bara fjörið hinum megin
Fer í Sushismiðjuna á eftir og næ mér í sushibakka til að taka með mér. Sushi og hvítvín þegar við komum í kvöld, jömmí.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.