Ekki benda á mig

Það er alls ekki stjórnendum bankanna að kenna hvernig farið er fyrir bönkunum segir Forsætisráðherra vor. Það er alls ekki stjórnendum Glitnis að kenna hvernig farið er fyrir þeim banka. Nei, aldeilis ekki, það er utanaðkomandi öflum að kenna.Bandit

Utanaðkomandi aðilar hafa sem sagt fengið stjórnendur bankanna undanfarin ár til að:

- slá allt sem hreyfðist um lán til að fjármagna alls kyns kaup á alls kyns fyrirtækjum í öllum löndum.

- Halda uppi öllum flottu veitingstöðunum í miðbænum, klárandi alla bordeauxana, kampavínið og Kobe nautakjötið á hverju kvöldi.

- Vera með loftbrú eins og bandamenn í seinni heimstyrjöldinni frá Íslandi til meginlandsins fyrir allar boðsferðirnar handa sér viðskiptavinum.

- Halda uppi öllum gömlu erlendu úreltu hljómsveitunum og söngvurunum.

- Fylla öll veiðihús landsins af viðskiptavinum sínum og eðal vínum.

- Auglýsa svo mikið að allir auglýsingamenn hlógu að þeim. 100% dekkunn, ekki minna og tíðni upp á 20 í viku. Bara nógu helvíti oft og kaffæra svo þjóðina. Skiptir engu með kostnaðinn.

- Veita hvor öðrum miljarða starfslokasamninga.

- O.s.frv

Bíðið bara þangað til ég næ í skottið á þessum mönnum sem fylla herinn " utanaðkomandi öfl " Þeir ættu sko virkilega að skammast sín fyrir að fara svona illa með bankamennina okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaðan eru þessi utanaðkomandi öfl?  illa innrættar geimverur kannski?

Ég er nú svo græn í fjámálum að ég hef bara ekki skilið hvernig þetta hefur virkað fram að þessu, þ.e.a.s. af hverju sumir væru með svona rosalega há laun og hvernig menn sem borðuðu hafragraut áður en þeir fóru í skólann í Heklupeysunum sínum gátu allt í einu ferðast á einkaþotum um heiminn. Fengið alla gamla poppara til að spila í afmælisboðunum sínum, nema kannski Jim Morrisson og Janis Joplin.

Það hafa verið ansi margir Pallar einir í heiminum undanfarin misseri. Nú þurfa þeir að vakna og takast á við raunveruleikann.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 14:52

2 identicon

Það versta er að nú þurfum við að vakna og takast á við raunveruleikann sem þessir Pallar ollu.

Kv.,

Addi.

addi (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband