1.10.2008 | 12:29
Stjórnarandstaðan
Ég fékk brilliant hugmynd ! Ég skil bara ekki af hverju engum hefur dottið þetta fyrr í hug.
Látum stjórnarandstöðuna stjórna landinu ! Þurfum bara að svissa þessu, stjórnarandstaðan stjórnar og stjórnin verður í andstöðunni.
Það gefur auga leið að það er langtum betra fyrir landið í heild þar sem stjórnarandstaðan veit alltaf miklu betur heldur en stjórnin hvernig á að gera hlutina. Veit alltaf mistökin sem stjórnin er að gera o.s.frv.
Þetta virðist meira að segja vera smitandi og fylgja bara þessu nafni, stjórnarandstaða því ég fæ ekki betur séð en Ingibjörg, Össur og co viti ekki sitt rjúkandi ráð núna en vissu alltaf betur þegar þau voru í stjórnar andstöðu.
Hjúkk, nú líður mér langtum betur eftir eilífar sprengjuárasir fjölmiðla á okkur Íslendinga.
Á morgun er ég að fara í árshátíðarferð með vinunni minni til Prag. Sem betur fer er verðlag þar mjög lágt og miðað við breytingar á krónunni, bæði þeirri íslensku svo og þeirri tékknesku þá ætti að vera ca jafndýrt að lifa þar og hér. Bjórinn er enn ódýr, kostar ca 200-250 stór. Það hins vegar verður verra eftir 2 vikur en þá er ég að fara í árshátíðarferð með vinnunni hennar Önnu. Til Köben nota bene !
Þar kostar stór bjór 55 danskar sem útleggst á því ástkæra ylhýra litlar 1.100 krónur !
Fyrir Dani kostar stór bjór á Íslandi 30 dkr þannig að ef einhver þarna úti heldur því fram að gengið sé bara eðlilegt núna þá .....
Ég held ég taki kassa af bjór með mér til Danmerkur ...
Athugasemdir
Þú tekur með þér kassa af Prins Kristian - og smellpassar í Nyhavn
Hittumst hressir í fyrramálið (nótt) og skemmtum okkur vel í landi Búdvars.
Heiðar Birnir, 1.10.2008 kl. 17:31
Góða skemmtun í útlandinu :):) Kveðja, Erla og bumbubúinn . . . hafið þið það rosa gott.
kíkjum á ykkur þegar þið komið heim .
Erla Dögg (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.