15.10.2008 | 12:16
Ekki sama hvaðan gott kemur
Ég hlustaði á þær stöllu Agnesi Braga og Björgu Evu blaðamenn í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun. Það er kostulegt hvað hver getur þótt sinn fugl fagur.
Það var verið að ræða um aðfarir Gordons Brown gegn Íslendingum og Agnes Braga var alveg hörð á því að við þyrftum að sækja hann og Breska Ríkið til saka fyrir ömurleg og ærumeiðandi ummæli hans um Íslendinga. Held að þær eins og allir geti verið sammála um að hann hafi eingöngu gert þetta til bjargar sínu auma skinni þ.e. til að reyna að afla sér vinsælda meðal Bresku þjóðarinnar. Veitir honum svo sem ekki af greyinu.
Björg Eva var hins vegar göfuglyndið uppmálað og ekki á því að við ættum að vera gera veður út af slíkum smámunum heldur snúa okkur að framtíðinni. Ekki dvelja í fortíðinni.
Hins vegar hugnaðist henni ekki að horfa fram í tímann þegar kom að lánveitingu Rússa til Íslendinga því þá var allt annað uppi á teningunum. Þá var Rússum ekki treystandi frá fornu fari og henni var ekki sama hvaðan gott kæmi. Eitthvað dýpra á göfuglyndinu þar ...
Henni var hins vegar alveg sama hvaðan vont kom ....
Talandi um vont, veðrið í Köpen ætlar ekki alveg að leika við okkur næstu daga frekar en annað í þessu þjóðfélagi. Þeir spá rigningu flesta daga og læðist að mér sá grunur að þar hafi Danir haft hönd í bagga. Það hins vegar hentar ágætlega fyrir koju fyllirí
Er að æfa mig á þýskunni fyrir ferðina, Ich möchtest ein kebap zu kaufen und ein klein bier night so teuer, bitte. Nein, Ich bin nicht ein islander ......
Athugasemdir
Þetta verður æðisleg ferð. Ef allir eru leiðinlegir og allt dýrt þá getið þið amk verið að kela inn á hótelherbergi híhí..
Annars er alltof svo gaman á kojufillerýi :)
Til hamingju með skvízuna xxx
Íris (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:51
Jæja, við erum alla vega heppin að búa á eyju lengst út í hafi - annars kæmu menn akandi og lúskruðu á okkur. Ekki gleyma að horfa á björtu hliðarnar
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.