Ábyrgðarleysi

Úti í geimnum ríkir algert þyngdarleysi og hlutir sem fara af stað á annað borð halda bara áfram sinni stefnu þangað til eitthvað stoppar þá. Að ég held.

Sama á við um bankakerfið á Íslandi. Hlutirnir fóru af stað og ekkert stoppaði þá. Þeir loksins stoppuðu þegar stóri hvellur kom. Þannig má segja að þyngdarleysi hafi einnig ráðið ríkjum hér hjá okkur Íslendingum undanfarin ár.

Það sem verra er, algert ábyrgðarleysi hefur líka ríkt á Íslandi og janfvel stóri hvellur stöðvar það ekki. Á Íslandi ber enginn ábyrgð á neinu, aldrei.

Stjórnmálamenn bera enga ábyrgð hvort sem þeir stela frá kirkju eða ríki, svíkja eða svindla. Þeir fá bara syndaaflausn.

Bankamenn bera enga ábyrgð þótt þeir hafi knésett íslenskt þjóðfélag og komið okkur á vonarvöl um ókominn tíma. Þeir fengu bara borgað fyrir vikið og það mikið.

Ríkisstjórnin ber enga ábyrgð þótt þeir hafi sofandi látið íslenska ríkið reka að feigðarósi. Þeir bara brosa og segja að nú þurfum við að standa saman, hafa gaman og spenna beltin.

Þingmenn bera enga ábygð þótt þeim sé treyst af þjóðinni til að stýra landinu á farsælan hátt. Þeir bara rífast yfir áfengisfrumvörpum, nektarstöðum, hvað á að kalla sig og öðru mikilvægari málum heldur en fjárhagi Íslensku þjóðarinnar. Segjandi án afláts " ég sagði það "

Forsetinn og Dorrit bera enga ábyrgð á glundroðanum heldur benda á lausnir eins og að endurnýta álpappírinn á heimilunum á Íslandi. Og setja mikilvægari málefni eins og framtíð Ríkisútvarpsins í þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Meðan venjulegir Íslendingar svífa um loftin í algeru þyngdarleysi vitandi ekkert um sína framtíð hvað þá barnanna sinna ber enginn ábyrgð. Á neinu.

Aldrei.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband