28.10.2008 | 12:40
Grænmetisæta
Við ákváðum um daginn að fara að borða bara úr frystinum. Í matinn var grænmetisbuff og ég sauð eitthvað hrikalega hollt pasta með sem gert var úr einhverjum fíbrum eða ég veit ekki hvað. Í ofanálag salat á diskinn. Hrikalega hollt.
Og ótrúleg vont, bragðaðist eins og pappi og ég var heillengi að japla þessu niður. Minnti mig á þegar ég þurfti að borða hristing í sveitinni í gamló og fékk svo ábresti í eftirrétt sem er það versta sem ég hef fengið. Ég þurfti náttúrlega að klára það og setti alltaf einn bita ofan á annan til að ýta þessu niður.
Hundleiðinleg hollusta.
Erum að fá Írisi og co í mat í kvöld og ætlum að vera með mexikanskt þema. Þau ætla svo að koma í mat til okkar öll þriðjudagskvöld og er það liður í kreppunni. Færa fjölskylduna saman ...
Athugasemdir
Grænmetisbuffin frá móðir náttúru er hreint út sagt snilld að borða... léttsteikja á pönnu við háan hita... maka á þau svo pestó grænt eð rautt og inn í ofn í nokkrar mín.. fersk salat með og kotasæla...alger sælkeramatur hehe... hollustan getur verið góð með góðu meðlæti
en lýst vel á ð þjappa fjöldskyldunni saman.. sniðugt að hittast í hverri viku, í svona árfarvegi hugsar maður hlutina upp á nýtt og þá er fjöldskyldan nr 1 2 3...
adios litla frænka
Kópavogsmærin (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.