29.10.2008 | 12:24
Fjölskyldan
Fengum Írisi, Óskar, Jökul og Úlfar í mat í gær og áttum yndislega stund saman. Jökull var voða hrifinn af borðinu hjá Afa og Ömmu enda aðeins búið að skreyta opg setja upp og borðaði alveg ágætlega. Úlfar litli borðaði að venju eins og hestur og prófa allt sem í kringum hann var. Segir bara uh uh þegar hann vildi fá eitthvað upp í sig. Þeir samþykktu báðir að sofa hjá Ömmu og Afa næstu helgi og þá ætlar Jökull að kynna Úlfar fyrir séra Pálma í Bústaðakirkju. Kannski koma Andri og Erla í mat líka á laugardagskvöldið. Sum sagt áframhaldani fjölskyldu stemning.
Það er rólegt að gera í málningarvinnunni hjá Andra þannig að ef einhver þarna úti ( og þá er ég ekki að tala um Svíþjóð .. ) vantar góðan málara í vinnu þá bara að segja það hér.
Ætla að læra í kvöld og annað kvöld
Athugasemdir
Rakst á þig hér á blogginu (í gegnum myndir) góðar, sækist eftir að gerast bloggvinur kveðja Sigurveig Arnahrauns-nágranni
Sigurveig Eysteins, 29.10.2008 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.