3.11.2008 | 16:04
Rólegt, jaaaa .. ?
Vissulega má til sanns vegar færa að helgin hafi verið róleg en svefninn var kannski ekkert sérlega mikill á laugardagsnóttina. Það var samt æðislegt að hafa strákana hjá sér. Litli Úlfar svaf inni hjá ömmu og afa í sér rúmi og var alltaf eitthvað að snúa sér og bylta sér. Nóg til þess að afi var algerlega með opin augun nánast alla nóttina Svo var ekkert smá æðislegt að fá litla líkamann uppí til sín kl. 6.30 og Úlfar kúrði hjá okkur í yfir klukkutíma. Fórum svo í Bústaðakirkju með þá báða.
Hvíldum okkur svo í nótt ......
Athugasemdir
Æjá þessar nætur eru margar hverjar algjör hörmung en eru samt að skána.. Enda ekki seinna vænna þar sem næsta barn fer að koma í heiminn.
Kannski fer maður að fá heilan nætursvefn á svipuðum tíma og birtir yfir efnahgslífinu á Íslandi, s.s. eftir 3-5 ár..
Love xxx
Íris (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.