6.11.2008 | 10:46
Afríkanskur Ameríkani
Hvenær skildi sá tími koma þegar fólk verður metið að verðleikum en ekki eftir litarhætti eða öðru útliti ? Nú er kominn nýr forseti Bandaríkjanna og og það sem ber hæst er að hann er með dökkan hörundslit. Ekki að hann er klár, ekki að hann er frjálslyndur og ekki að hann er friðarsinni. Nei, hann er blakkur. Afríkanskur Ameríkani...
Hvað eru Íslendingar í Minnesota ? Icelandic American eða persona non grata American ?
Við komum aldrei til með öðlast frið í heininum eða sálu okkar nema við hættum að meta fólk eftir hörundslit og byrjum að meta það eftir verðleikum.
Athugasemdir
En það er nú skref í áttina að því að hætta að horfa á hörundslit fólks að menn þurfi ekki að vera kríthvítir til að eiga möguleika á að komast til valda í hinum vestræna heimi.
Mér þykja kosningarnar í Bandaríkjunum frábær áfangi í veraldarsögunni.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.