Alþjóðleg lausafjárkrísa

Lýst er eftir púka einum feitum sem heitir lausafjárpúki og hefur sölsað undir sig mest allt lausafé heimsins.  Það er ekki nema ár síðan að lausafé heimsins var svo mikið að það hálfa var nóg. Byggðu menn sér brú með þessu lausafé frá Íslandi yfir til Evrópu og ekki var þverfótað fyrir lausafénu þar. Svo ekki sé nú talað um kerfisbundið lausalánsfé. Og svo eins og hendi væri veifað var það horfið að yfirborði jarðar. Ef þetta er ekki verkefni fyrir James Bond þá veit ég ekki hvað.

Þarf bara að finna þennan fjanda og það strax .....

Ef ekkert gerist er eins víst að menn fari að greiða með öðru lausafé þ.e. kindum og alls kyns búfénaði.

Hér er mynd af honum í byrjun árs áður en hann byrjaði að fitna. Hljóp víst maraþon þá ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Góð grein hjá þér

Sigurveig Eysteins, 8.11.2008 kl. 02:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband