13.11.2008 | 10:00
Handónýt Ríkisstjórn
Nú er það komið á hreint. Við Íslendingar þurfum bara að leggjast í duftið með rassgatið upp í loftið og bíða eftir að Þjóðverjar, Englendingar, Hollendingar, Belgar og hálf Evrópa komi og fari sínu fram. Núna allt í einu er orðið einsýnt að við þurfum að semja okkur til endimarka veraldar til að fá þau lán sem við þurfum á að halda. Skiptir engu hvort það sé réttlátt eða hvort við eigum yfir höfuð að greiða þessi innlán samkvæmt lögum.
Og hvað höfum við Anna Birgitta og aðrir Íslendingar gert til að eiga slíkt skilið ? Hvað höfum við svo sem gert til að eiga slíka ríkisstjórn skilið ?
Hvað með öll stóru orðin hjá ráðamönnum þjóðarinnar ? Munum aldrei samþykkja að ganga til samninga bla bla bla. Héldu þeir að það væri bara nóg að segja þessa hluti til þess að kröfurnar gufuðu upp ?
Ég tek undir með Ingvari Sigurðssyni í myndinni Börn ( eða Foreldrar ):
" Ég er brjálaður !! "
Athugasemdir
...mig langar að brjóta allt og bramla...
Heiðar Birnir, 13.11.2008 kl. 19:22
Ég kom í búð á Höfn í gær. Þar var verið að raða upp Makintosi í stórar stæður. Þá langaði mig að vera karlmaður, ég hefði fílað það í tætlur að geta migið utan í dósirnar
svo er verið að stafla þessum breska óþverra upp í kaupfélaginu mínu.
Hvað á svona móðgun að þýða???????? Þarf að strá salti í sárin á manni??????
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.