17.11.2008 | 13:03
Áhyggjur
Ég hef áhyggjur af mér, ég verð að segja það. Liðin helgi er þriðja eða fjórða helgin sem ég er í kör og er ekkert í djamminu. Veit ekki hvort skólinn hefur svona áhrif á mig eða hvað en gott er þetta á mánudögum ...
Fór samt á tónleika í Kristkirkju í gær og hlustaði þar á frábæra söngvara. Vox Feminae, Eyjólf Eyjólfsson tenór, Huldu Björk sópran og síðast en ekki síst, sjálfan Kristján Jóhannsson. Ásamt og Gunnari Kvaran sellóleikara og rjómanum úr sinfó.
Sama hvað hver segir, toppurinn af þessu öllu var stórtenórinn sem söng eins og engill lögin Panis Angelicus og Ombra Ma Fu. Kristján var hreint út æðislegur og rödd hans hreinlega fyllti guðshúsið. Algerlega áreynslulaust.
Næsta laugardag er próf og þá er ég kominn í frí fram í janúar. Enda ætlum við nokkur saman að sletta ærlega úr klaufunum og fara í bústað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.