21.11.2008 | 09:34
Strákurinn
Skólastrákurinn var að fá einkunn úr hópverkefninu sínu og viti menn, hann fékk 9 ! Var reyndar með frábærri manneskju í hóp, henni Maríu Gunnarsdóttur og við vinnum sérlega vel saman. Gæti verið af því að mamma hennar er vinkona mín hún Sigrún Inga frv. Landsfoseti JCI. Veit ekki.
Fór í matarboð til Írisar og Óskars í gær og Andri Már og Erla voru líka mætt. Það var því langþráður fjölskyldu hittingur og lillarnir voru báðir æðislegir. Þau elduðu lasagne sem var mjög vel heppnað.
Í fyrramálið fer ég í PRÓFIÐ sem ég er búinn að vera lesandi fyrir undanfarið. Kl. 12 á morgun er ég því kominn í jólafrí frá skólanum og ég held að ég byrji á því að opna eina freiðivín og stúta henni. Síðan fer ég til Ingu og Hjálmars að hitta vini mína. Byrja á því að fara í heita pottinn og síðan að undirbúa eldamennsku á hreindýri o.fl. Óttast helst að ég endi uppi í rúmi fyrir kl. 18.00 ..
Bara gaman
Athugasemdir
Ha kuna ma tata
Heiðar Birnir, 21.11.2008 kl. 12:24
Elsku brói - GOTT HJÁ ÞÉR !! Gangi þér vel á morgun og slettu síðan ærlega úr klaufunum....Go Addi go Addi...læt fylgja einn góðan hér með:
Íslenski sjávarútvegsráðherrann hitti svissneska kollega sinn og spurði hann af hverju Svisslendingar væru með sjávarútvegsráðherra, það væri jú enginn sjór í kringum Sviss.Svissneski ráðherrann svaraði að bragði með annarri spurningu: "Hvað eruð þið að gera með fjármálaráðherra?"
Litla sys (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 13:03
Til hamingju með þennan flotta árangur Addi
Skemmtið ykkur vel í kvöld og vona að hreindýrið smakkist vel - Er þetta ekki dýrið sem Inga veiddi á hæðinni hér fyrir ofan Skógarkot ?
Þú skilar kveðju frá mér.
Rannveig Árnad (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:24
Gaman að hitta ykkur í gær :)
Til hamingju með góðan árangur í skólanum , ekkert smá duglegur, vonandi gekk þér rosalega vel í prófinu !
Sjaumst á Sunnudaginn, góða helgi.
Erla
Erla Dögg (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 14:41
Til hamingju með þetta, 9. það er æðislegt, eigðu góða helgi.
Sigurveig Eysteins, 21.11.2008 kl. 19:00
Gaman að hafa Önnu Birgittu brosandi inni í stofu í gærkvöld en voðalega sýndu Útsvarsmenn lítið af þér gæskur
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.