Hvar er Anna ?

Ég fékk til mín alla fjölskylduna mína í mat í gærkveldi, Andra, Erlu, Írisi, Óskar, Jökul og Úlfar Frey. Var með heimilsmat þ.e. fiskibollur í karrí á boðstólum og þetta er liður í " fjölskyldan standi saman "

Að vísu vantaði Önnu þar sem hún var á æfingu. Þegar ég fer að hugsa það þá hef ég ósköp lítið séð Önnu undanfarið og sé hana lítið næstu 2 vikrunar eða svo. Hún er á æfingu nánast öll kvöld blessunin og álagið er mikið. Þetta endar allt með ferð kórsins til Berlínar aðra helgi og þá er hún loksins komin í frí.

Jibbí ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband