Tortímandinn

Hvað er líkt með ofangreindum og Davíð Oddsyni ? Fyrir utan náttúrulega " I´ll be back " Velti því fyrir sér hver sem vill.

Fyrir utan endalausar fréttir af ömurlegheitum þá hef ég haft það alveg ágætt, þakka ykkur fyrir. Erum að dútla við að skreyta dálítið hjá okkur á kvöldin og Anna er óðum að ná sér eftir að hafa verið Lazarus. Enda ekki seinna vænna þar sem hún fer til Berlínar á morgun með kórnum sínum og dagskráin er slík að einungis fullfrískir einstaklingar munu lifa hana af .Wink

Ég ætla svo sem ekki að slá slöku við um helgina heldur því annað kvöld er mér boðið á Panorama veitingahúsið með góðu fólki og laugardaginn hitti ég nokkra vini mína í villibráðarveislu hjá Steina.

Á laugardaginn ætla ég svo í heimsókn til vinar míns sem á afmæli þennan dag og spjalla örlítið. Verður að vísu tölvert eintal en hjá því verður ekki komist. Stulli minn á afmæli á morgun Halo  

María vinkona kíkti aðeins í heimsókn í vikunni en því miður missti ég af henni en Anna fékk að njóta þess. Gott að eiga slíka vini og oft hugsa ég um hversu heppinn ég er að eiga jafn marga góða vini og raun ber vitni.

Það styttist óðum í jólin og þvílík jól ! Stóru branda jól hvorki meira né minna. Enda erum við dugleg að fá okkur portvínstár á kvöldin og láta okkur hlakka til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband