5.12.2008 | 14:15
Snáðinn með hörpuna
Á morgun er þjóðhátíðardagur Finna og í gamla daga var alltaf flaggað á öllum strætisvögnum vegna þess. Veit ekki hvernig það er í dag.
Í gamla daga var líka lítill snáði í Bústaðahverfinu sem átti afmæli á sama degi og var þess fullviss að verið væri að flagga eingöngu út af honum. Þessi litli snáði hafði enda alltaf ríkt ímyndunarafl og kom því á prent í texta eða ljóðsaformi, á léreft eða með því að syngja. Hann var snillingur í þessu öllu.
Í dag er hann með hörpu í fanginu syngjandi djúpri bassaröddu fyrir alla þá sem nenna að hlusta. Segjandi þeim sögur af ömmum þeirra sem hann var með á Sigurvoninni í gamla daga ...gleðjandi alla í kringum sig.
Eins og hann gerði alltaf
Til hamingju með daginn elsku kallinn minn. Ég sakna þín alltaf.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.