8.12.2008 | 16:39
Helgin, úff
Á föstudagskvöldið fór ég á Panorama með nokkrum í kringum vinnuna, át þar góðan mat og drakk góð vín. Fór snemma heim enda þreyttur eftir vikuna.
Á laugardaginn fór ég ásamt Steina og Guðbirni að heimsækja Stulla á afmælisdaginn. Hitti þar Sölva og kærustu og saman skáluðum við fyrir kallinum. Fór svo heim til Steina hvar upphófst þvílík matargerð. Grafinn lax í forrétt ( sem Guðbjörn veiddi og verkaði ), heitreyktar og pönnusteiktar svartsfuglsbringur í millirétt ( reyktar og steiktar á staðnum ) og síðan villigæs í aðalrétt. Með þessu voru drukkin góð vín. Eftirrétturinn var síðan ostar og portvín með. Kominn heim sæmilega edrú um kl. 2 um nóttina. Villibráðarveisla eins og hún gerist best.
Einhverra hluta vegna var ég þreyttur á sunnudaginn en náði þó að ryksuga og skúra.
Allt var þetta án Önnu Birgittu sem var að gera garðinn frægan í Berlín á meðan. Fæ hana heim seint í kvöld og hlakka mikið til, er ekkert mikið fyrir að sofa einn .......
Næsta helgi verður sko þvílíkt róleg .....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.